Klakki

Aðalfundur Klakka ehf.

18.08 2016

26. ágúst 2016

Aðalfundur Klakka ehf. verður haldinn föstudaginn 26. ágúst 2016 á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 9:00.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2015.
     
  2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2015 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar ársins.
     
  3. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins:
         a. Lagt er til að tilgangi félagsins í 3. gr. verði breytt til samræmis við núverandi starfsemi þess þannig að það verði
             einskorðað við eignarhald í félögum á sviði fjármála-, lána- og fjárfestingastarfsemi (þ.m.t. eignaleigu) og skyldur rekstur.
             Enn fremur eignarhald og rekstur fasteigna og hafa með höndum þjónustu við dótturfélög.
         b. Lagt er til að 13. gr. verði breytt þannig að heimilt verði að breyta hluta breytanlegu lánanna í hluti í félaginu fyrir
              gjalddaga lánanna í samræmi við þær breytingar sem nýlega hafa verið gerðar á breytanlegu lánunum
         c. Lagt er til að 22. gr. verði breytt þannig að tekið verði út hugtakið „mikilvægt dótturfélag“ þar sem það hugtak er ekki
             lengur notað í breytanlega láninu. Jafnframt hafa verið fjarlægðar tilvísanir til fyrrum dótturfélaga Klakka þar sem það á
             ekki lengur við.
     
  4. Kosning stjórnar.
     
  5. Kosning endurskoðunarfélags.
     
  6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
     
  7. Tillaga stjórnar um að samþykkja starfskjarastefnu Klakka ehf.
     
  8. Önnur mál.


Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.

Framboð til stjórnar félagsins skal berast skriflega til stjórnar eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund.

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardegi frá kl. 8:30 á fundarstað.

Fundurinn mun fara fram á ensku.

Reykjavík, 18. ágúst 2016.
Stjórn Klakka ehf.

Gögn:
Dagskrá
Tillögur

Umboð einstaklings
Umboð félags

Til baka


Eldri tilkynningar