Klakki

Klakki ehf selur 7,99% í VÍS

13.10 2014

Þann 13 október sl. seldi Klakki ehf. 7,99% hlut í Vátryggingafélagi Íslands hf. (VÍS).  Viðskiptin áttu sér stuttan aðdraganda og voru framkvæmd í kjölfar tilboðs sem Klakka barst frá hópi fagfjárfesta.  Eftir söluna verður Klakki áfram stærsti hluthafi VÍS með 15,18% virkan eignahlut. 
Stefna Klakka er að hámarka söluandvirði eigna sinna hluthöfum sínum til hagsbóta.  Félagið skilgreinir sig því ekki sem langtímafjárfesti í VÍS, heldur mun horfa til þess að selja eftirstandandi eignarhlut sinn, mögulega í áföngum, á komandi mánuðum.

Til baka


Eldri tilkynningar