Klakki

Leiðbeiningar vegna skattframtala 2017

06.02 2017

Á hluthafafundi Exista ehf., kt. 610601-2350 sem haldinn var þann 28. október 2010 var hlutafé félagsins að fullu fært niður og allir hluthafar sem þá áttu eignarhlut í félaginu töpuðu þeim eignarhluta þar með.
Var þetta gert til að efna nauðasamning félagsins sem staðfestur var af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. október 2010.  Í framhaldinu var svo nafni félagsins breytt  og heitir það nú Klakki ehf.

Svo virðist sem að þessir gömlu eignarhlutir standi enn inni hjá þeim sem telja fram rafrænt á netinu í gegnum heimasíðu Ríkisskattstjóra, skattur.is
Í meðfylgjandi skjali eru leiðbeiningar um hvernig einfaldast er að færa þessa eignarhluta út á framtalinu þannig að þeir standi ekki þar inni að óþörfu enda eru þessir hlutir eins og áður sagði ekki lengur til.

Leiðbeiningar

 

Til baka


Eldri tilkynningar